

Gus Poyet hefur valdið miklu fjaðrafoki í Suður-Kóreu eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Jeonbuk Hyundai Motors, aðeins ári eftir að hafa fært félagið aftur á toppinn.
Þessi 58 ára Úrúgvæi stýrði Jeonbuk til tveggja titla á sínu fyrsta tímabili, þar á meðal K League 1 meistaratitilsins 2025 og Korea Cup, þrátt fyrir að liðið hafi verið í 10. sæti ári áður.
Þrátt fyrir glæsilegan árangur er Poyet á leið út úr félaginu. Innanbúðarmaður hjá Jeonbuk staðfesti við fjölmiðla að Poyet, sem skrifaði sig í sögubækurnar með tvöföldum titli, sé að stíga til hliðar eftir stutt en ákaflega krefjandi tímabil.
Ólga hafði skapast eftir K League verðlaunaafhendinguna 1. desember, þegar Poyet gaf í skyn að hann gæti hætt eftir að aðstoðarmaður hans til margra ára, Mauricio Taricco, fékk fimm leikja bann og stóra sekt vegna atviks á hliðarlínunni.
Taricco sagði síðar upp. Samkvæmt fjölmiðlum setti brottför hans Poyet undir andlegt álag þar sem hann óttaðist að rof í þjálfarateyminu myndi veikja liðið áfram.