

Arsenal er tilbúið að blanda sér í baráttuna við Real Madrid um kaup á tyrkneska landsliðskantmanninum Kenan Yildiz, 20 ára, í janúarglugganum.
Samkvæmt ítölskum miðlum hafa samningaviðræður Yildiz við Juventus staðið í stað og opnað á áhuga stærri félaga í Evrópu.
Yildiz hefur farið á kostum á síðustu mánuðum og er talinn meðal efnilegustu leikmanna Serie A. Juventus vill halda leikmanninum, en óttast nú að hann kunni að vilja færa sig annað eftir að samningsviðræður hafa dregist á langinn.
Arsenal hefur fylgst grannt með stöðunni þar sem Mikel Arteta vill bæta við sóknarmanni sem getur bæði leikið á vængnum og í holunni.
Real Madrid hafa einnig Yildiz á blaðinu, en talið er að Arsenal gæti reynt að nýta sér hægar viðræður Juve til að leggja inn formlegt tilboð í janúar. Juventus mun þó aðeins hlusta á tilboð sem endurspegla miklar væntingar félagsins til leikmannsins.