

Liverpool er þegar byrjað að undirbúa lífið eftir Mohamed Salah og hefur, samkvæmt Express, valið sér mögulegan arftaka.
Antoine Semenyo, framherji Bournemouth og landsliðsmann Gana. Semenyo, 25 ára, hefur vakið mikla athygli á tímabilinu fyrir sprengikraft, hraða og fjölhæfni í sóknarleik, og er sagður efst á óskalista Liverpool ef Salah yfirgefur félagið í janúar eða næsta sumar.

Óvissa ríkir nú um framtíð Salah eftir að hann gagnrýndi félagið og Arne Slot opinberlega um helgina. Sádi-Arabía hefur endurvakið áhuga sinn og Liverpool vill tryggja að liðið standi sterkt ef stjarnan fer.
Semenyo, sem hefur skorað reglulega og verið lykilmaður hjá Bournemouth, er talinn passa vel inn í leikstíl Liverpool vegna þess hvernig hann pressar.
Ekki liggur fyrir hvort tilboð hafi verið lagt fram, en heimildir segja að Liverpool muni bregðast hratt við ef Salah ákveður að kveðja Anfield.