fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonny Evans hefur sagt upp starfi sínu sem yfirmaður leikmanni á lán hjá Manchester United, sex mánuðum eftir að hann tók við stöðunni.

Evans, 37 ára, hóf störf í júní eftir að hafa lagt skóna á hilluna, en hann lék 241 leik með félagsliðinu í tveimur lotum.

Samkvæmt enskum blöðum vill Evans taka sér hlé frá fótboltanum og verja meiri tíma með fjölskyldu sinni áður en hann ákveður næstu skref á ferlinum.

Ákvörðunin kemur ekki á óvart innan félagsins.

Þegar Evans tók við starfinu lýsti hann yfir ánægju sinni með að fá að vinna með næstu kynslóð leikmanna.

„Ég hlakka til að styðja unga leaikmenn og hjálpa þeim að ná sínu besta,“
sagði hann þá.

„Ég hef sjálfur farið í gegnum lán og veit hvað þau geta skipt miklu máli. Vonandi get ég styrkt leiðina upp í aðalliðið enn frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ