

Dave Jones stal senunni í Monday Night Football þegar hann svaraði Jamie Carragher á kaldhæðinn og beinskeyttan hátt og margir hafa kallað þetta „sjónvarpsaugnablik ársins 2025“.
Carragher og Jones sátu í stúdíói Sky Sports ásamt James Maddison fyrir leik Wolves og Manchester United.
Carragher fjallaði þá um umdeilt viðtal Mohamed Salah um helgina, þar sem Egyptinn sagði Liverpool hafa kastað sér fyrir rútuna. Carragher gagnrýndi Salah harðlega og sagði framkomu hans skammarlega.
Í miðju ranti sínu sneri Carragher sér að Jones og spurði. „Hef ég nokkurn tímann gagnrýnt Mo Salah á vellinum?“
Þá brást Jones við með margrómaðri línu: „Já, fyrir tveimur vikum sagðirðu að fæturnir á honum væru búnir.“
Svarið vakti mikla kátínu í stúdíóinu og á samfélagsmiðlum, þar sem áhorfendur sögðu Jones hafa slökkt ljósin á Carragher með einni setningu.
🎙️🗣️ Jamie Carragher: have I ever criticized Mo Salah on the pitch?
Answer: Well a couple weeks ago you said his legs have gone 😭😭pic.twitter.com/ANJH822TAf
— Salah Updates (@SalahUpdates) December 8, 2025