
Aston Villa, undir stjórn Unai Emery, gæti látið þrjá leikmenn fara í janúar til að rýma til fyrir mögulegum nýjum leikmannakaupum.
Football Insider segir frá því að félagið sé til í að losa þrjú stór nöfn, þá Jadon Sancho, Harvey Elliot og Ollie Watkins til að fá inn betri menn.
Allir eru á góðum launum og tveir á láni frá stórliðum Manchester United og Liverpool, þeir Sancho og Elliot.
Villa hófu tímabilið illa og vann engan af fyrstu sex leikjum sínum, en hafa síðan unnið sjö leiki í röð og eru komnir í toppbaráttuna, aðeins þremur stigum á eftir Arsenal.
Vill félagið halda uppteknum hætti og stokka upp í leikmannahópnum í janúar.