
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var stuttur í svörum er hann var spurður út í viðtal Mohamed Salah um helgina.
Eins og flestir vita setti Salah allt í háaloft með viðtali sem hann fór í eftir jafntefli Liverpool gegn Leeds á laugardag, þar sem vesen Englandsmeistaranna hélt áfram.
Salah hefur verið bekkjaður af Arne Slot í unfanförnum leikjum. Sakaði hann félagið um að henda sér undir rútuna í viðtalinu og að samband hans við Slot væri ekkert.
Þá gaf Salah það í skyn að leikurinn gegn Brighton um næstu helgi gæti verið sá síðasti á Anfield, fái hann að spila hann.
„Leyfið honum að tala,“ sagði Van Dijk einfaldlega, spurður út í þetta svakalega viðtal.
Það er talið að Salah verði hent út úr hóp fyrir leik Liverpool gegn Inter í Meistaradeildinni annað kvöld, eins og helstu miðlar hafa fjallað um í dag.