
Paolo Vanoli, stjóri Fiorentina, sagði um helgina að Albert Guðmundsson hafi neitað að taka víti í enn einu tapinu í Serie A um helgina.
Fiorentina er í skelfilegum málum á botni deildarinnar og tapaði gegn Sassuolo um helgina. Athygli vakti að Rolando Mandragora fór á punktinn þegar Fiorentina fékk víti snemma í leiknum og skoraði.
Vanoli var spurður að því eftir leik hvers vegna Albert hafi ekki farið á punktinn og sagði þá að leikmaðurinn hafi ekki viljað það. Albert þvertók fyrir þetta á samfélagsmiðlum.
„Ég neitaði aldrei að taka víti og hef alltaf gert það án vandræða. Í gær vildi annar leikmaður taka vítið og ég er ekki manneskja sem rífst við liðsfélaga fyrir framan fullan leikvang,“ skrifaði Albert í færslunni.
Uppfært 16:50
Upphaflega kom fram að Albert hafi eytt færslunni sem vitnað er í hér ofar, eins og fram hafði komið í umfjöllun einhverra miðla erlendis. Það reyndist þó ekki rétt.