

Mohamed Salah hefur gert allt vitlaust hjá Liverpool eftir ummæli sín eftir 3-3 jafntefli við Leeds. Salah var ónotaður varamaður.
Þrátt fyrir það mætti hann í viðtal þar sem hann ýjaði að því að hann fær frá Liverpool eftir næsta heimaleik í deildinni.
Salah lét ýmisleg áhugavert orð falla en hér að neðan má lesa hvert einasta orð sem fór fram á milli hans og blaðamanna.
Spurning: „Má ég spyrja hvað fór í gegnum hugann þegar leikurinn þróaðist svona, sérstaklega þessi brjálaðir síðari hálfleikur, og þú situr á bekknum og getur ekki komið inn á?“
Salah: „Já, þetta er svona… ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er fyndið en ég gat ekki trúað því. Þetta er mjög svekkjandi niðurstaða fyrir okkur sem lið, því við reiknuðum með að vinna svona leik.
„Við náum að skora tvö mörk snemma og leikurinn var að fara í okkar átt. En ég held að við höfum fengið á okkur kjánaleg mörk. Eins og áður, þegar ég spila, þannig að enginn getur sagt að ég sé að ráðast á liðsfélaga mína eða eitthvað bara vegna þess að ég er á bekknum.
„En við fáum á okkur sömu kjánalegu mörkin og áður. Þannig að við verðum bara að reyna að halda hreinu og klára leikinn.“
Spurning: „Þú sagðir að þú gætir ekki trúað þessu, hvað meinarðu?“

Salah: „Ég sit á bekknum í 90 mínútur. Þetta er í þriðja skiptið sem ég er á bekknum. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á ferlinum. Ég er mjög svekktur, mjög mjög svekktur. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag, allir sjá það í gegnum árin og sérstaklega á síðasta tímabili.
„Að sitja á bekknum… ég veit ekki af hverju. Mér líður eins og félagið hafi hent mér fyrir rútuna. Svona líður mér. Mér finnst augljóst að einhver vill að ég fái alla skuldina. Félagið lofaði mér mörgu í sumar og ekkert. Hingað til er ég á bekknum í þremur leikjum.
„Ég get ekki sagt að þau hafi staðið við loforðin. Ég hef sagt oft áður að ég hefði gott samband við stjórann og allt í einu höfum við ekkert samband. Ég veit ekki af hverju. Mér finnst eins og, út frá því sem ég sé, einhver vilji mig ekki hér í félaginu.
„En aftur, þetta félag styð ég alltaf, börnin mín munu alltaf styðja það. Ég elska þetta félag og mun alltaf gera það. Ég hringdi í mömmu mína í gær, þið vissuð ekki hvort ég ætti að byrja eða ekki, en ég vissi það.
„Ég hringdi í mömmu og sagði henni að koma á Brighton-leikinn, sama hvort ég spila eða ekki, ég ætla að njóta þess.
„Við sjáum hvað gerist. En í höfðinu á mér ætla ég að njóta leiksins, hvort sem ég spila eða ekki, hvort sem ég er á bekknum eða ekki. Því ég veit ekki hvað gerist núna.
„Ég mun bara vera á Anfield, kveðja stuðningsmennina, fara á Afríkumótið, því ég veit ekki hvað gerist þegar ég er þar.“

Spurning: „Hvað veistu um stöðuna núna?“
Salah: „Þetta er ekki ásættanlegt fyrir mig. Ég veit ekki af hverju þetta gerist alltaf fyrir mig. Ég skil það ekki. Ef ég væri annars staðar myndi hvert einasta félag vernda leikmann sinn. Ég veit ekki af hverju ég er í þessari stöðu núna. En aftur, eins og ég sé þetta núna, þá er verið að henda Mo fyrir rútuna því hann er ‘vandamál’ í liðinu.
„En ég held ekki að ég sé vandamálið. Ég hef gert svo mikið fyrir félagið, og ég vil fá virðinguna sem ég hef unnið mér inn. Ég þarf ekki að berjast á hverjum degi fyrir stöðunni minni — ég vann hana. Fólk segir: ‘Þú ert ekki stærri en félagið.’ Ég er ekki stærri en neinn — ég vann mér stöðuna. Þetta er fótbolti. Svona er þetta.“
Spurning: „Þegar þú talar um Brighton-leikinn, meinarðu að þetta gæti verið síðasti leikurinn þinn? Gætirðu hugleitt framtíðina í janúar?“
Salah: „Já, í fótbolta veit maður aldrei. En ég sætti mig ekki við þessa stöðu. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag.“

Spurning: „Er það það sem gerir þig svona svekktan?“
Salah: „Algjörlega. Á síðasta tímabil, fyrirgefðu, með allri virðingu, ég elska alla. Ég elska Haaland. Ég tala um hann vegna þess að ég þekki hann aðeins. Ég var markahæstur í deildinni. Hann er það ekki enn. Hann mun líklega vinna það. Það er fínt. Ég elska hann. Hann veit það. Ég var markahæstur, besti leikmaðurinn, vann deildina með stæl. Og ég þarf að verja mig gagnvart fjölmiðlum og aðdáendum.“
Spurning: „Særir þetta þig, Mo?“
Salah: „Algjörlega. Fyrir félag eins og þetta, eftir allt sem ég hef gert. Já, það meiðir. Þú getur ekki ímyndað þér það, þú ferð úr húsinu til félagsins og veist ekki einu sinni hvort þú byrjar leik eða ekki. En ég þekki félagið of vel. Ég hef verið hér lengi. Á morgun mun Carragher drulla yfir mig aftur og aftur og aftur. Það er í lagi.“
Spurning: „Var enn áhugi frá Sádi-Arabíu?“
Salah: „Ég vil ekki svara því núna. Félagið mun nota það gegn mér.“

Spurning: „Er staðan orðin óleysanleg?“
Salah: „Ég get ekki sagt að hún sé óleysanleg. En út frá því sem ég finn: ég hef gert svo mikið fyrir félagið og elska stuðningsmennina… en ég veit ekki hvað gerist næst.“
Spurning: „Er það tvöföld vonbrigði að þú hafðir ekki bara ekki byrjað, heldur komst ekki inn?“
Salah: „Getur þú svarað því? Getur þú trúað því? Ég hef skorað meira en nokkur annar af þessari kynslóð. Síðan ég kom í Úrvalsdeildina hefur enginn skorað meira né átt fleiri stoðsendingar.
„Ef ég væri annars staðar myndu allir í fjölmiðlum verja mig. Ég er sá eini sem er ekki verndaður. Get ég nefnt dæmi?
„Fyrirgefðu, en ég man þegar Harry Kane skoraði ekki í 10 leiki. Svo skoraði hann eitt eða tvö mörk. Allir í fjölmiðlum sögðu: ‘Harry mun skora aftur.’ En þegar kemur að Mo: ‘Hann þarf að vera á bekknum.’“
Spurning: „Þegar þú segir að einhver vilji þig úr félaginu, hver er það?“
Salah: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Ég veit það ekki.“

Spurning: „Yfirmaður knattspyrnumála?“
Salah: „Ekki setja orð í munninn á mér. Ég veit það ekki.“
Spurning: „Hefurðu beðið um útskýringu?“
Salah: „Já, en ég fékk enga. Ég vissi í gær að ég myndi ekki spila og það var bara þannig. Taktu því og kyngdu því og farðu heim.“
Spurning: „Saði Arne þetta við þig sjálfur?“
Salah: „Já, hann sagði mér það í gær.“
Spurning: „Sagðirðu honum hvernig þér leið?“
Salah: „Hann veit hvernig mér líður. Hann veit það.“

Spurning: „Sérðu eftir að hafa skrifað undir?“
Salah: „Ó, ímyndaðu þér að þú þurfir að svara því. Það særir. Að skrifa undir hjá þessu félagi? Ég mun aldrei sjá eftir því. Ég ætlaði að endurnýja og klára ferilinn hér. En þetta er ekki samkvæmt áætlun. En nei, ég sé ekki eftir því að hafa skrifað undir.“
Spurning: „Geturðu trúað því að þetta endi svona?“
Salah: „Það mun enda einn daginn. En í höfðinu á mér er spurningin: Af hverju svona? Ég er heill. Fyrir fimm mánuðum vann ég öll einstaklingsverðlaun. Af hverju fer þetta í þessa átt? Og fyrirgefðu , allir í liðinu eru úr formi. En ég fæ alla gagnrýnina og þarf að verja mig.“
Spurning: „Mun þú tala aftur við Arne?“
Salah: „Nei. Við höfum talað nóg.“
Spurning: „Er sambandið brotið?“
Salah: „Já. Það er ekkert samband. Það var mjög gott samband, nú allt í einu ekki neitt.“
Spurning: „Breyttist eitthvað bakvið tjöldin?“
Salah: „Þú getur svarað því betur en ég. Ég veit það ekki.“
Spurning: „Ertu svekktur út í liðsfélaga líka?“
Salah: „Nei, alls ekki. Þessir gaurar vita hvað ég elska þá og styð þá. Ég styð þá alltaf fyrir og eftir leik. Þeir hafa ekkert með þetta að gera. Þeir styðja mig mjög mikið. Það er mikill kærleikur og virðing á milli okkar.“