

Fjölmiðlafulltrúi Liverpool var gapandi hissa þegar Mohamed Salah stjarna liðsins fór að hrauna yfir þá ákvörðun Arne Slot að hafa sig á bekknum. Salah hefur byrjað þrjá leiki í röð á bekknum og það andar köldu á milli Salah og stjórans.
Salah sagði að samband hans og Slot væri „horfið“, gaf í skyn að hann gæti yfirgefið félagið í janúar og hélt því fram að honum hefði verið hennt fyrir rútuna.
Það voru þessi ummæli sem fjölmiðlafulltrúi Liverpool var virkilega hissa á.
„Ég get ekki trúað þessu. Ég sat á bekknum í 90 mínútur, í þriðja sinn. Þetta hefur aldrei gerst áður á ferlinum. Ég er mjög vonsvikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir félagið í mörg ár, sérstaklega í fyrra. Mér finnst eins og félagið hafi hent mér fyrir rútuna,“ sagði Salah.
Myndband af þessu er hér að neðan en fjölmiðlafulltrúi Liverpool er með gult band um hálsinn.
Salah telur sig vera gerðan að blóraböggli og segir að loforð sem hann fékk síðasta sumar hafi ekki verið efnd. Óvissa um framtíð hans eykst með hverjum degi.
Liverpool’s press officer in the yellow lanyard can’t believe it when Mo says
“the club is trying to throw me under the bus”😂😂😂 pic.twitter.com/mTfqlyYPyF
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) December 7, 2025