
James Maddison verður aftur á skjánum á Sky Sports í kvöld, þó ekki inni á vellinum. Þessi leikmaður Tottenham, sem sleit krossband í ágúst, mun fjalla um leik Wolves og Manchester United.
Maddison er 29 ára gamall og hefur verið talað um að hann gæti orðið góður á skjánum eftir ferilinn. Nú fær hann að reyna fyrir sér við hlið Jamie Carragher í Monday Night Football í kvöld.
Maddison verður frá allt tímabilið en heldur í veika von um að vera klár fyrir HM með enska landsliðinu vestan hafs næsta sumar.