
Það virðist allt í báli og brand hjá Real Madrid. Nú er fjallað um neyðarfund sem stjórnin hélt í morgun um framtíð Xabi Alonso.
Gengi Real hefur dalað undanfarið og tapaði liðið 0-2 á heimavelli gegn Celta Vigo í gær. Þá hefur mikið verið fjallað um ósætti nokkurra stórstjarna innan raða félagsins við Alonso, sem tók við af Carlo Ancelotti í sumar.
El Mundo segir að eftir fundinn skiptist forráðamenn Real í tvær fylkingar um hvort eigi að reka Alonso eða ekki. Þá er hugsanlegt að leikurinn gegn Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudag sé síðasti möguleiki Alonso til að halda starfi sínu.
Marca fjallar þá um að Alonso hafi misst klefann og leikmenn tekið stjórnina þar. Ákveðin U-beygja hafi orðið þegar Vinicius Junior sýndi mikla reiði eftir að hafa verið tekinn af velli í El Clasico.