

Stjórn Liverpool styður Arne Slot alfarið eftir umdeildar yfirlýsingar Mohamed Salah um stöðu sína hjá félaginu, að því er talkSPORT greinir frá.
Óvíst er hvort Salah ferðist með liðinu til Ítalíu fyrir leikinn gegn Inter í Meistaradeildinni á þriðjudag eða spili í næsta úrvalsdeildarleik gegn Brighton. Egyptinn fer í landsliðsverkefni með Afríkumótið strax eftir Brighton-leikinn.
Salah lét í ljós mikla óánægju um helgina og sagði að sér hefði verið hent fyrir rútuna eftir að hafa verið settur á bekkinn í þremur leikjum í röð. Yfirlýsingar hans komu stjórn félagsins í opna skjöldu, en hún telur að Slot eigi að hafa fulla stjórn á taktískum ákvörðunum og að leikmenn eigi að bregðast við þeim á fagmannlegan hátt.
Harkan í ummælum Salah eftir 3–3 jafnteflið gegn Leeds, þar sem hann sagðist hafa misst trú á samskiptum sínum við Slot, hefur einnig kveikt nýja von hjá liðum í sádi-arabísku úrvalsdeildinni um að fá leikmanninn í janúar.
Salah, sem var leikmaður tímabilsins í Úrvalsdeildinni í fyrra, hefur ekki náð sama styrk á þessu tímabili. Fimm mörk og þrjár stoðsendingar í 19 leikjum. Óvissan um framtíð hans eykst eftir því sem janúar færist nær.