
Pep Guardiola vonast til að Phil Foden skrifi undir nýjan langtímasamning við Manchester City, en núverandi samningur enska landsliðsmannsins rennur út árið 2027.
Foden, sem er 25 ára, er uppalinn hjá City og nálgast 350 leiki fyrir félagið, þar sem hann hefur skorað 106 mörk. Guardiola segir að félagið vilji halda honum til frambúðar.

„Vonandi getur hann verið hér alla ferilinn,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi en vildi ekki gefa upp stöðu samningaviðræðna. „Hann er sérstakur leikmaður, City-maður og uppalinn hjá félaginu.“
Foden hefur verið í góðu formi á tímabilinu og hefur tekið meiri ábyrgð innan liðsins. „Hann er ekki sá sem talar mest í klefanum, en á vellinum gerir hann það,“ sagði Guardiola enn frmeur.