

André Onana hefur verið skilinn eftir utan landsliðshóps Kamerún fyrir Afríkukeppnina ,nýtt áfall á erfiðum tíma hjá markverðinum, sem er á láni hjá Trabzonspor eftir að Ruben Amorim leyfði honum að fara frá Manchester United í sumar.
Onana, 29 ára, var óvænt fjarri nafnalistanum sem Kamerún birti á mánudag, en búist hafði verið við að hann yrði lykilmaður liðsins á mótinu í Marokkó sem hefst 21. desember.
Í hópnum eru þó tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni, Bryan Mbeumo hjá Manchester United og Carlos Baleba hjá Brighton, sem United hefur fylgst náið með.
Hópurinn birtust sama dag og knattspyrnusamband Kamerún rak landsliðsþjálfarann Marc Brys, aðeins þremur vikum fyrir fyrsta leik gegn Gabon. David Pagou tekur við.
Onana, sem hefur 53 landsleiki að baki, lék síðast fyrir Kamerún í 1-0 tapi gegn DR Kongó í undankeppni HM í nóvember, tapi sem batt enda á vonir þeirra um sæti á HM á næsta ári.