

Gary Lineker mun þéna meira en þau 1,35 milljón pund sem hann fékk hjá BBC fyrir Match of the Day eftir að hafa tryggt sér afar glæsilegan samning við Netflix fyrir HM næsta sumar.
Daily Mail greindi frá því í síðasta mánuði að Lineker hefði samþykkt ótrúlega verðmætan samning við streymisveituna.
Samningurinn felur í sér að Lineker muni stýra vinsæla hlaðvarpi sínu, The Rest Is Football, frá Norður-Ameríku á meðan heimsmeistaramótið fer fram, eftir að hann yfirgaf BBC í maí.
Verða þættirnir sýndir á Netflix á meðan mótið verður í gangi.
Lineker hætti hjá Match of the Day eftir 26 ár í kjölfar þess að hann deildi myndbandi á Instagram sem sýndi stuðning við Palestínu og innihélt rottu emójí, sem gagnrýnendur sögðu líkjast gyðingahatursorðræðu.
Hann sagði við starfslokin að hann hefði ekki séð myndina áður en hann deildi henni og myndi aldrei vísvitandi setja frá sér neitt gyðingahatursfullt efni.
„Ég viðurkenni mistökin og þann skaða sem þau ollu,“ sagði Lineker. „Að stíga til hliðar er ábyrg ákvörðun.“