fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Sagði upp störfum í Kóreu eftir magnaðan árangur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 09:00

Gus Poyet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gus Poyet hefur valdið miklu fjaðrafoki í Suður-Kóreu eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Jeonbuk Hyundai Motors, aðeins ári eftir að hafa fært félagið aftur á toppinn.

Þessi 58 ára Úrúgvæi stýrði Jeonbuk til tveggja titla á sínu fyrsta tímabili, þar á meðal K League 1 meistaratitilsins 2025 og Korea Cup, þrátt fyrir að liðið hafi verið í 10. sæti ári áður.

Þrátt fyrir glæsilegan árangur er Poyet á leið út úr félaginu. Innanbúðarmaður hjá Jeonbuk staðfesti við fjölmiðla að Poyet, sem skrifaði sig í sögubækurnar með tvöföldum titli, sé að stíga til hliðar eftir stutt en ákaflega krefjandi tímabil.

Ólga hafði skapast eftir K League verðlaunaafhendinguna 1. desember, þegar Poyet gaf í skyn að hann gæti hætt eftir að aðstoðarmaður hans til margra ára, Mauricio Taricco, fékk fimm leikja bann og stóra sekt vegna atviks á hliðarlínunni.

Taricco sagði síðar upp. Samkvæmt fjölmiðlum setti brottför hans Poyet undir andlegt álag þar sem hann óttaðist að rof í þjálfarateyminu myndi veikja liðið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni

Nokkur íslensk landslið fá að vita hverjir andstæðingarnir verða í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah líklega hent úr hóp

Salah líklega hent úr hóp
433Sport
Í gær

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar

Má fara frá Liverpool fyrir klink í janúar
433Sport
Í gær

Kveður eftir mögnuð ár – „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt“

Kveður eftir mögnuð ár – „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt“