

Lionel Messi tók nokkuð vandræðalega þátt í keðjudansi með David Beckham eftir að Inter Miami tryggði sér MLS-bikarinn í fyrsta sinn.
Fagnaðarlæti brutust út eftir 3–1 sigur gegn Vancouver Whitecaps, þar sem Messi lagði upp mark fyrir landsliðsfélaga sinn, Rodrigo De Paul.
Í eftirpartíinu sást Beckham, meðeigandi Miami, brosa út að eyrum á meðan hann fór fremst í keðjudansinum og leikmenn fylgdu í kjölfarið.
Messi og De Paul tóku einnig þátt, en gerðu það nokkuð hikandi og án þess að leggja hendur á axlir leikmannsins fyrir framan sig, eins og hefðin býður. Báðir virtust heldur lítt áhugasamir um gleðina sem átti sér stað í kringum þá.
Þrátt fyrir klaufalega danshreyfingu var um sögulegan dag að ræða hjá Miami, sem lyfti sínum fyrsta stórtitli frá stofnun félagsins, með Messí og Beckham í lykilhlutverkum innan og utan vallar.
🚨Watch: Beckham, Messi, De Paul, and Inter Miami players celebrating at a party last night. 🤩🏆
— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 7, 2025