

Grindvíkingar virðast stórhuga í Lengjudeild karla fyrir næstu leiktíð en Damir Muminovic samdi við félagið um helgina.
Damir kemur frítt frá Breiðablik en þar fékk hann ekki boð um nýjan samning.
Aron Jóhannsson framherji Vals er nú sterklega orðaður við Grindavík og greint var frá því í Dr. Football, Aron má fara frítt frá Val.
„Ég set varnagla á þetta en ég heyri hvíslað að mér að Grindavík ætli í Aron Jó,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sem býr á Suðurnesjum og er reglulegur gestur í Grindavík.
Hjörvar Hafliðason tók þá til máls. „Þeir vilja Aron Jó? En vill Aron Jó fara í Grindavík.“