

Karl hefur verið ákærður í kjölfar banaslyss á M20-hraðbrautinni í Kent á Englandi þar sem knattspyrnuþjálfarinn Arran McManus lést þann 25. nóvember.
McManus, sem var 36 ára gamall þjálfari hjá Kennington FC, lést þegar tveir vörubílar og Nissan Qashqai rákust saman nærri Lenham.
Zvonko Tomisa, 57 ára, mætti fyrir dóm í gær, en hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi við akstur. Hann var vistaður í gæsluvarðhald og á að mæta aftur fyrir dóm í janúar.
Kennington FC sagði í yfirlýsingu að McManus hefði verið mörgum innblástur innan félagsins, þar sem hann var á sínu fimmta ári sem þjálfari eftir að hafa byrjað þegar sonur hans gekk til liðs við barnalið þar.
Fjáröflun fyrir fjölskylduna hefur þegar safnað yfir 10 þúsund pundum.