fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Heimsfrægur knattspyrnumaður handtekinn vegna gruns um nauðgun – Var á leið úr landi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. desember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi enskur landsliðsmaður og úrvalsdeildarleikmaður hefur verið handtekinn á Stansted flugvelli, grunaður um tilraun til nauðgunar gegn fyrrverandi maka sínum.

Leikmaðurinn, sem lék fyrir England á tíunda áratugi aldarinnar, var stöðvaður við vegabréfaeftirlit þegar upplýsingar um að hann væri eftirlýstur vegna kæru komu upp. Landamæraverðir tóku hann til hliðar áður en hann náði að stíga um borð í flug sitt á sunnudagskvöld.

Samkvæmt heimildum hóf fyrrverandi kærasta hans mál gegn honum fyrir nokkrum vikum og er málið nú rannsakað af lögreglunni í Essex. Hún hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru í sambandi.

Lögreglumenn frá Essex fóru á Stansted og handtóku manninn, sem má ekki nafngreina af lagalegum ástæðum. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem tekið var fingrafar, DNA-sýni og ljósmynd.

Hann var yfirheyrður og sat í haldi í nokkrar klukkustundir áður en honum var sleppt gegn skilorði á meðan rannsókn heldur áfram.

Kvartandinn hefur fengið stuðning hjá sérhæfðu kynferðisbrotateymi.

Í yfirlýsingu lögreglunnar í Essex segir. „Karlmaður hefur verið handtekinn vegna gruns um tilraun til nauðgunar og hefur verið látinn laus gegn skilorði til loka febrúar 2026 á meðan rannsókn stendur yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn

Framhjáhöld og meint ofbeldi – Fagnaði 52 ára afmæli sínu um helgina en varð nýlega faðir í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Í gær

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?
433Sport
Í gær

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar