

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Morgan Rogers, 23 ára miðjumaður Aston Villa, sést með áhrifavaldinum Leah Taylor síðustu vikur.
Talið er að þau hafi farið saman í helgarferð til Cotswolds, þar sem Taylor birti myndir á samfélagsmiðlum sem sýndu Rogers óbeint.

Fréttir segja að sambandið sé ekki staðfest eða opinbert, en að margt bendi til þess að þau séu byrjuð saman.
Taylor er þekkt í Bretlandi eftir þátttöku í Love Island árið 2023. Rogers hefur gert það gott með Villa í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár.
