

David Beckham hefur hrósað Ruben Amorim og segir Manchester United vera á uppleið eftir mikilvægan 2-1 sigur á Crystal Palace um helgina.
United hafði ekki unnið í þremur leikjum en snéri taflinu við á Selhurst Park með mörkum frá Joshua Zirkzee og Mason Mount í seinni hálfleik, eftir að Jean-Philippe Mateta hafði komið Palace yfir snemma leiks.

Sigurinn lyfti United upp í sjöunda sæti í úrvalsdeildinni, aðeins þremur stigum frá fjórða sætinu og fjórum frá Manchester City í öðru sæti.
Beckham, sem horfði á kappaksturinn í Katar með Gary Neville, sagði við Sky Sports. „Mér finnst greinilegt að stjórinn sé að snúa hlutunum við. Hann hefur breytt ýmsu og við erum farnir að sjá betri úrslit. Enn er þó langt í land og nokkrir leikir hafa ekki verið nægilega góðir.“
„En mér finnst við vera með góðan stjóra og hann er smám saman að breyta hlutunum.“