

Arsenal hefur, samkvæmt fréttum, komist að samkomulagi um að tryggja sér tvo efnilega Ekvadora, tvíburana Edwin og Holger Quintero.
Bræðurnir, sem eru 17 ára, leika með Independiente del Valle, einu öflugasta uppeldisliði Suður-Ameríku sem hefur átt stóran þátt í að móta leikmenn á borð við Moisés Caicedo, Kendry Páez og Piero Hincapie. sem nú er orðinn leikmaður Arsenal.
Samkvæmt Daily Mail hefur Arsenal komist að samkomulagi um kaup á Quintero-bræðrunum, sem myndu ganga til liðs við félagið sumarið 2026 þegar þeir verða orðnir 18 ára og geta því skrifað undir samning samkvæmt reglum FIFA.
Sagt er að bræðurnir hafi ferðast til Lundúna í síðasta mánuði til að leggja grunn að skiptunum og hitta fulltrúa félagsins.
Fari kaupin í gegn er Arsenal að tryggja sér tvo af mest spennandi ungum leikmönnum Ekvador á þessum tíma.