

Hörður Snævar Jónsson fór með Helga Fannari Sigurðssyni yfir fréttir vikunnar í Íþróttavikunni hér á 433.is.
Fram hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir að þjálfari kvennaliðsins Óskar Smári Haraldsson og meistaraflokksráð kvenna hættu vegna meints metnaðarleysis.
„Mér skilst að það hafi verið eitthvað tap á rekstri og eins og á venjulegum vinnumarkaði þarf að stoppa í götin. En ég get alveg skilið að það er enginn þjálfari sem hefur gaman að því að heyra það að hann eigi að mæta til leiks á næsta ári með jafnvel slakari leikmannahóp,“ sagði Hörður.
Það er aldrei á ábyrgð þjálfarans að það sé tap á rekstrinum heldur þeirra sem stjórna, sem þarna hefur væntanlega verið meistaraflokksráð kvenna,“ bætti hann við.
Fram hefur eftir brotthvarf ofangreindra aðila sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að metnaðurinn kvenna megin verði áfram mikill, en liðið hélt sér í efstu deild sem nýliði á leiktíðinni.
Óskar Smári er síðan tekinn við Stjörnunni.
Þátturinn í heild er í spilaranum.