
Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfestir að áætlunin sé að reisa styttu af Lionel Messi við nýjan heimavöll félagsins.
Messi yfirgaf Barcelona 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann er auðvitað algjör goðsögn og að nær allra mati besti leikmaður sem hefur spilað fyrir félagið.
„Leo á það skilið að stytta verði reist af honum fyrir utan nýja leikvanginn,“ segir Laporta.
„Við munum undirbúa hönnun hennar og svo förum við í að tala við fjölskylduna. Ef þau samþykkja verður farið í verkið.“
Messi fór fyrst til Paris Saint-Germain frá Barcelona en spilar í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum.