fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er sagt hafa augastað á þýska kantmanninum Serge Gnabry hjá Bayern München, þar sem samningur hans rennur út næsta sumar.

Hinn 30 ára Gnabry er á síðasta ári samnings síns við þýska stórliðið og má ræða við erlenda klúbba eftir rúman mánuð.

Samkvæmt fréttum frá þýska blaðamanninum Christian Falk hafa bæði Liverpool og Juventus sýnt mikinn áhuga á að fá leikmanninn á frjálsri sölu næsta sumar.

Gnabry hefur byrjað sjö leiki í Bundeslíguni á tímabilinu og komið tvisvar inn af bekknum fyrir lið Vincent Kompany, þar sem hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp þrjú. Hann hefur einnig skorað tvívegis fyrir þýska landsliðið á árinu.

Bayern er enn í viðræðum við leikmanninn um nýjan samning, en samkvæmt heimildum þarf hann að sætta sig við lægra launatilboð ef til framlengingar kemur, þar sem núverandi samningur hans er afar veglegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Í gær

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount