

Lucas Paquetá hefur opnað sig um tveggja ára martröð sína eftir að hafa verið bendlaður við það sem kallað hefur verið „stærsta veðmálahneyksli í sögu enska fótboltans“.
Brasilíski miðjumaðurinn, sem leikur með West Ham, var sakaður af enska knattspyrnusambandinu um að hafa vísvitandi fengið gult spjald í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni, en var hreinsaður af þeim alvarlegustu ákærum af óháðri nefnd.
Paquetá, sem hélt áfram að spila með West Ham á meðan málið stóð yfir, viðurkenndi að hafa ekki fullkomlega samvinnu við rannsóknina en slapp við refsingu.
Í viðtali við brasilíska miðilinn Globo sagði hann. „Þetta var ótrúlega erfitt tímabil, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir fjölskylduna mína. Við gengum í gegnum tvö löng og sársaukafull ár, en með hamingjusömum endi,“ sagði Paqueta
„Þetta styrkti hjónaband okkar og fjölskyldusöguna okkar. Ég er glaður að þessu sé lokið, það var mjög erfitt að þurfa að þegja og hlusta á sögur án þess að geta sagt mína hlið.“