

Landsliðsþjálfari Spánar, Luis de la Fuente, hefur tjáð sig um þá óvenjulegu stöðu sem uppi er varðandi Lamine Yamal og læknismeðferð sem Barcelona lét framkvæma án þess að upplýsa spænska landsliðið.
Yamal, 18 ára, gekkst nýverið undir svokallaða „radiofrequency“ meðferð vegna viðvarandi náravandamála. Barcelona og leikmaðurinn upplýstu þó ekki læknateymi spænska landsliðsins um aðgerðina.
Yamal var valinn í landsliðshópinn 7. nóvember fyrir leiki gegn Georgíu og Tyrklandi, en var síðan sendur heim þremur dögum síðar, þegar komið var í ljós að meðferðin hafði átt sér stað sama dag og æfingar landsliðsins hófust.
Samkvæmt Mundo Deportivo fékk spænska landsliðið aðeins upplýsingar um aðgerðina seint um kvöld, klukkan 22:40.
„Þetta virðist mér ekki mjög eðlilegt,“ sagði De la Fuente í viðtali við RNE. „Ég hef aldrei upplifað sambærilega stöðu. Þetta er eitthvað sem gerist utan umsjónar landsliðsins og við verðum að sætta okkur við það.“
Hann bætti við að hann hafi orðið jafn hissa og allir aðrir: „Í heilbrigðismálum þarf alltaf gegnsæi. Þegar engar upplýsingar berast er maður undrandi.“
Spænska knattspyrnusambandið lýsti aðgerðinni sem furðulegri og að sambandið. hefði orðið fyrir „miklum vonbrigðum“ með samskiptaleysi Barcelona.