

Mikið fjaðrafok hefur verið undanfarin ár í kringum Lauryn Goodman, fyrrum hjákonu og barnsmóður knattpyrnumannsins Kyle Walker. The Upshot rifjaði dramatíkina upp.
Walker hefur reglulega verið sparkað út af eiginkonu sinni, Annie Kilner, vegna stöðugra framhjáhalda og annarra atvika. Walker á fjögur börn með Kilner en hefur tekist að barna Goodman tvisvar í hjáverkum.

Í fyrra fór af stað fjaðrafok eftir að Walker mætti með syni sína sem hann á með Kilner á völlinn er enska landsliðið var að spila. Vildu einhverjir meina að þetta væri eins konar yfirlýsing en Walker þvertók um svipað leyti fyrir samband sitt við Goodman.
Goodman tók þessu vitaskuld ekki vel. „Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega,“ sagði hún eftirminnilega.
Walker er í dag á mála hjá Burnley, en hann lék á láni með AC Milan frá Manchester City á seinni hluta síðustu leiktíðar. Englendingurinn átti auðvitað ansi góðu gengi að fagna á árum sínum hjá City.