fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi njósnari Manchester United, Piotr Sadowski, hefur gagnrýnt hæfileikaval félagsins harðlega og sakað það um að hafa misst frá sér leikmann í heimsklassa fyrir smáaur.

Sadowski starfaði sem mið-evrópskur njósnari United frá árinu 2017 og yfir sjö ár fram á síðasta ár, en hefur nú tekið til máls um ákvarðanir félagsins í leikmannamálum.

Í viðtali við pólska miðilinn Przeglad Sportowy sagði hann að United vantaði hugrekki til að treysta ungum leikmönnum og skapa raunverulega leið úr akademíunni í aðalliðið undir stjórn Ruben Amorim.

Hann nefndi spænska varnarmanninn Álvaro Carreras, sem nú leikur með Real Madrid, sem dæmi um mistök félagsins.

„Hann kom til Manchester United þegar hann var líklega 16 ára (árið 2020),“ sagði Sadowski.

„Mjög duglegur og metnaðarfullur drengur, lærði tungumálið hratt, ég hitti hann sjálfur.“

„Fyrst virtist ferill hans þróast vel. Hann fór á lán til Preston og fékk góðar umsagnir, en United gafst síðan upp á honum og seldi hann til Benfica fyrir lítið fé.“

Carreras hefur síðan vaxið hratt og spilað sig inn í eitt besta lið Evrópu, á meðan United hefur verið gagnrýnt fyrir skort á þolinmæði gagnvart ungum leikmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz