fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir starfsmenn á reynslu hjá Sky Sports á Ítalíu hafa verið látnir fara eftir að hafa fagnað marki Inter í beinni útsendingu.

Atvikið átti sér stað á sunnudag þegar Inter mætti Verona á útivelli í ítölsku Serie A. Inter tryggði sér 2–1 sigur í uppbótartíma eftir sjálfsmark frá varnarmanni Verona, Martin Frese.

Á meðan verið var að flytja fréttir af leiknum í beinni útsendingu á Sky Sports mátti sjá tvo unga menn í bakgrunni hoppa af gleði og faðmast eftir sigurmarkið. Myndbandið fór hratt í dreifingu á samfélagsmiðlum, en viðbrögðin innan stöðvarinnar voru ekki jákvæð.

Federico Ferri, fréttastjóri Sky Sports á Ítalíu, brást skjótt við og rak starfsmennina. „Við erum blaðamenn, ekki áhorfendur á krá eða á pöllunum. Slík hegðun er alltaf óásættanleg, sérstaklega þegar hún ratar í beina útsendingu,“ skrifar Ferri í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega