fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabinho, fyrrverandi miðjumaður Liverpool, hefur verið kallaður aftur í brasilíska landsliðið í fyrsta sinn í þrjú ár.

Fabinho, sem nú leikur með Al-Ittihad í Sádi-Arabíu, lék síðast með landsliðinu á HM 2022 í Katar, þar sem hann kom við sögu í einum leik sem varamaður.

Hinn 32 ára gamli Fabinho gekk til liðs við Al-Ittihad sumarið 2023 og hefur verið fastamaður í byrjunarliði félagsins. Hann hefur spilað 12 leiki á tímabilinu, skorað eitt mark og lagt upp tvö.

Brasilía mætir Senegal og Túnis í vináttuleikjum síðar í þessum mánuði og verður þetta í fyrsta sinn sem Fabinho spilar undir stjórn Carlo Ancelotti.

Fabinho lék alls 219 leiki fyrir Liverpool og vann allt sem hægt var að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag