fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Rooney hjólar aðeins í Arne Slot – Segir að Amorim hefði verið slátrað fyrir sömu ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur lent í óvenjulegu lægð og tap í tveimur leikjum í röð vekur athygli nú síðast 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á þriðjudag, eftir 2-1 ósigur gegn Crystal Palace í deildinni um helgina.

Stjórnun Arne Slot í Tyrklandi hefur verið gagnrýnd, sérstaklega ákvörðun hans að stilla upp Dominik Szoboszlai sem bakvörð og Jeremie Frimpong sem kantmann í 4-2-3-1 kerfi. Taktíkin bar ekki árangur og Szoboszlai varð valdur að vítaspyrnu sem Victor Osimhen skoraði sigurmarkið úr.

Wayne Rooney, fyrrum sóknarmaður Everton og Manchester United, lét ekki sitt eftir liggja í The Wayne Rooney Show hjá BBC.

„Mér fannst Liverpool virkilega slakir,“ sagði hann.

„Það sem veldur áhyggjum er að þeir voru að tapa og Slot virðist hafa hent öllum sóknarmönnum inn á völlinn og sagt þeim að finna út úr þessu. Þetta var óskipulagt og hefði getað endað miklu verr.“

Rooney bætti við að Slot fengi meiri svigrúm vegna titilsins í fyrra:

„Ef Ruben Amorim hjá United hefði gert þetta, spilað miðjumann í bakverði og bakvörð sem kantmann, þá hefði hann verið tekinn í gegn í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot