Ungur strákur vakti heldur betur athygli í gær er Tottenham spilaði við Liverpool í enska deildabikarnum.
Tottenham vann þennan leik 1-0 á heimavelli en seinni leikurinn er spilaði á Anfield í Liverpool.
Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, hitti lukkudýr leiksins fyrir viðureignina og fékk ansi athyglisverð skilaboð frá einum ungum strák.
,,Komdu til Tottenham, við erum ekki með neina varnarmenn,“ sagði strákurinn en atvikið náðist á mynd.
Þetta má sjá hér.
Spurs mascot to Virgil Van Dijk:
“Come join Tottenham, we haven’t got any defenders!” 😂😂 pic.twitter.com/o8xbToJWZn
— HotspurReports. (@hotspurreports) January 8, 2025