Manchester United vill fá annað undrabarn frá Arsenal eftir að hafa tryggt sér þjónustu Chido Obi-Martin á síðasta ári.
Frá þessu greina ýmsir miðlar og einnig blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano sem er mjög virtur í bransanum.
United horfir til varnarmannsins Ayden Heaven sem fékk að spila sinn fyrsta aðalliðsleik á síðasta ári fyrir Arsenal.
Samningur leikmannsins rennur hins vegar út á þessu ári og hefur Arsenal ekki náð samkomulagi um framlengingu.
Arsenal hefur áhuga á að halda Hayden í sínum röðum en möguleiki er á að launin séu betri á Old Trafford.