Ole Gunnar Solskær, nýjum stjóra Besiktas, er hrósað í hástert í tyrkneskum fjölmiðlum í kjölfar sigurs á Athletic Bilbao í sínum fyrsta leik við stjórnvölinn á miðvikudag.
Norðmaðurinn, sem stýrði auðvitað áður Manchester United, tók við Besiktas á dögunum og vann 4-1 sigur á Athletic Bilbao í fyrsta leik. Kom hann liðinu þar með í mun betri stöðu upp á að komast áfram á næsta stig í Evrópudeildinni.
„Við sáum það í fyrsta leiknum hans að Solskjær er mjög hæfileikaríkur þegar kemur að taktík. Hann sýndi líka að hann þekkir leikmennina mjög vel,“ segir meðal annars í tyrkneskum miðlum.
„Hann áttaði sig líka á að Arthur Masuaku og Ciro Immobile geta ekki spilað 90 mínútur og tók þá því af velli,“ segir þar enn fremur.
„Það var Besiktas lið á vellinum sem áhorfendur nutu og leikmenn nutu einnig.“