Alec Lump, harður stuðningsmaður enska B-deildarliðsins Portsmouth, féll frá á leik á dögunum, 63 ára gamall. Hans er hlýlega minnst.
Alec var á leik sinna manna gegn Middlesbrough um síðustu helgi þegar hann fékk hjartaáfall. Var hann látinn skömmu síðar.
Hans var minnst á leik nokkrum dögum síðar, enda vel liðinn á meðal allra. Í tilkynningu Portsmouth um andlát Alec fylgdi einnig rafræn bók þar sem hægt var að minnast hans og hefur kveðjunum rignt inn.
Einnig var opnaður styrktarreikningur og hefur vel á aðra milljón íslenskra króna safnast þar.
Leikmenn stöðvuðu leikinn þegar atvikið átti sér stað og viðbragðsaðilar hlúðu að Alec, en það dugði ekki til. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.
#Pompey will pay tribute to Alec Lumb with a minute's applause ahead of kick-off at Fratton Park on Wednesday.
Supporters can also now add messages to an online book of condolence.
— Portsmouth FC (@Pompey) January 21, 2025