Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spil sín og spáð fyrir um sigurvegara Meistaradeildar Evrópu.
Liverpool er með fullt hús á toppi Meistaradeildarinnar þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Það er hins vegar ekki líklegasti sigurvegarinn samkvæmt ofurtölvunni.
Það er Arsenal, sem er í þriðja sæti sem stendur og myndi vera að sigra keppnina í fyrsta sinn. Samkvæmt ofurtölvunni eru 26,3 prósent líkur á að Arsenal vinni keppnina.
Þar á eftir kemur Liverpool með 21,6 prósent og svo Real Madrid með 9,4 prósent.