Annað tilboð Manchester United í vinstri bakvörðinn Patrick Dorgu hjá Lecce á Ítalíu var heldur ekki nógu gott og þarf enska félagið að gera enn betur.
Dorgu er tvítugur og getur einnig spilað á köntunum. Hann vill ólmur fara til United og vill Ruben Amorim fá hann til að spila stöðu vinstri vængbakvarðar í kerfi sínu á Old Trafford.
Lecce vill hins vegar fá 40 milljónir evra fyrir leikmanninn og United fær Danann unga ekki nema félagið gangi að verðmiðanum.
Lecce vill helst halda Dorgu fram á sumar, enda liðið í harðri fallbaráttu í Serie A, en sem fyrr segir getur United fengið hann með því að greiða uppsett verð.
🚨⚠️ Lecce board insist on €40m package for Patrick Dorgu to Man United or he won’t be allowed to leave in January.
The Italian club hope to keep the player until the summer unless valuation is met.
Manchester United’s second approach, not enough to get it done so far. pic.twitter.com/zIBgvEvn6i
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2025