Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að FH verði kynnt drög að kaupsamningi á knatthúsinu Skessunni og viðauka við væntanlegt samkomulag í næstu viku. Fjarðarfréttir fjölluðu um málið.
Mikið hefur verið fjallað um fjármál FH í tengslum við byggingu á Skessunni undanfarnar vikur. Fjárhagsstaða félagsins hefur verið sögð afar slæm.
„Það er ekki hlutverk bæjarsjóðs Hafnarfjarðar að bjarga lánardrottnum félagsins og greiða skuldir félagsins upp í topp án þess að aðstoða félagið við að semja við lánardrottna um verulega lækkun skulda,“ segir Jón í bókun og að eðlilegt sé að lánastofnanir og lánardrottnar beri sína ábyrgð á áhættusömum lánveitingum.
Jón segir að það sé nauðsynlegt að FH sýni aga í sínum fjármálum framvegis, annars verði stutt í næsta ákalli um björgunaraðgerðir.
„Því er nauðsynlegt að endurskipuleggja fjármál FH í heild sinni og setja strangari skilyrði um eftirlit og reglulega upplýsingagjöf. Nýlega sendi félagið frá sér yfirlýsingu um að eftir kaup bæjarins á knatthúsinu þá verði FH skuldlaust og eigið fé 1,5 milljarður. Í ljósi þessa er full ástæða til að skoða hvort félagið geti sjálft leyst fjárhagsvanda vegna knatthússins.“