Það eru engar líkur á að varnarmaðurinn Ronald Araujo sé á förum frá Barcelona eins og greint var frá undir lok síðasta árs.
Araujo var orðaður við nokkur félög í vetur en hann hefur nú krotað undir nýjan samning við spænska félagið.
Araujo hefur skrifað undir til ársins 2031 og getur Juventus til að mynda gleymt því að fá leikmanninn á þessu ári.
Juventus hafði sýnt leikmanninum mikinn áhuga síðustu vikur og lagði fram tilboð í janúarglugganum.
Barcelona gerði mikið til að halda Araujo í sínum röðum og hefur hann nú skrifað undir til sex ára.