Manchester United vann dramatískan heimasigur í Evrópudeildinni í kvöld en liðið spilaði við skoska félagið Rangers.
Leikurinn var mjög fjörugur undir lokin en United hafði komist yfir með sjálfsmarki Jack Butland og leit það út fyrir að ætla að duga lengi vel.
Rangers jafnaði hins vegar metin undir lok leiks áður en Bruno Fernandes tryggði þeim ensku sigur með marki í uppbótartíma.
United er með 15 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir sjö leiki og er taplaust ásamt Lazio og Galatasaray.
Tottenham vann einnig mjög góðan sigur á Hoffenheim en leikið var í Þýskalandi.
Heung Min Son skoraði tvö mörk fyrir Tottenham í 3-2 sigri og er liðið í sjötta sætinu með 14 stig.
Orri Steinn Óskarsson og hans menn í Real Sociedad mættu Lazio en töpuðu 3-1 og sitja í 18. sætinu fyrir lokaumferðina.
Orri kom ekkert við sögu í þessu tapi.