fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Kári var búinn að undirbúa Sölva – „Það er enginn þjálfari eilífur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 16:00

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, var að vonum sáttur eftir að félagið staðfesti ráðninguna á Sölva Geir Ottesen í starf þjálfara karlaliðsins í dag.

Sölvi tekur við af Arnari Gunnlaugssyni, sem tók við sem þjálfari karlalandsliðsins á dögunum, en Sölvi var áður aðstoðarmaður hans í Víkinni. Það hefur lengi legið í loftinu að Sölvi taki við af Arnari. Var hann til að mynda í startholunum í fyrra þegar viðræður milli Víkings og Norrköping um Arnar áttu sér stað fyrir um ári síðan.

video
play-sharp-fill

„Við náðum að verjast tilboðum erlendis frá í fyrra svo Sölvi fékk eitt ár í viðbót til að læra. Við erum mjög ánægðir með starf Arnars og að fylla svona í hans skarð,“ sagði Kári við 433.is í dag.

Kári hefur aldrei farið leynt með það við Sölva að hann yrði arftaki Arnars í Fossvoginum.

„Þetta var eitthvað sem ég reyndi að láta hann vita af með óbeinum hætti, að þetta væri aðstoðarmannahlutverk með það að leiðarljósi að þegar að því kæmi myndi hann taka við þessu. Það er enginn þjálfari eilífur. Arnar hefði aldrei nokkurn tímann verið rekinn úr Víkinni en hann vildi halda áfram með sinn feril og prófa eitthvað nýtt. Það er náttúrlega skref upp á við fyrir hann að taka við íslenska landsliðinu,“ sagði hann.

„Arnar er frábær þjálfari og sennilega sá besti sem við höfum haft en við erum gríðarlega spenntir fyrir því sem er að koma. Þetta er ungt teymi og kannski ekki mikil reynsla en er með gríðarlega þekkingu á því sem við höfum verið að gera og hvað við ætlum að fara að gera. Það eru mjög spennandi tímar framundan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“
Hide picture