fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
433Sport

Víkingar ósáttir við upphæðina frá KSÍ fyrir Arnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefði viljað mun hærri upphæð frá KSÍ fyrir Arnar Gunnlaugsson en raun ber vitni. Þetta segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins.

Arnar var í gær kynntur sem landsliðsþjálfari Íslands, en það hafði legið í loftinu í langan tíma. Viðræðurnar gengu vel fyrir sig.

„Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig,“ segir Heimir í samtali við Vísi.

Það kom fram á Fótbolta.net á dögunum að upphæðin sem KSÍ greiði fyrir Arnar sé á bilinu 10-15 milljónir. Heimir fór ekki nánar út í nákvæmar upphæðir, en sem fyrr segir er félagið ekki sátt við þá upphæð sem það fékk.

„Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við,“ segir Heimir enn fremur við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var nær dauða en lífi fyrir tveimur mánuðum en bati hans er ótrúlegur

Var nær dauða en lífi fyrir tveimur mánuðum en bati hans er ótrúlegur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo mokaði mest inn árið 2024 – Þetta voru 10 launahæstu íþróttamenn í heimi

Ronaldo mokaði mest inn árið 2024 – Þetta voru 10 launahæstu íþróttamenn í heimi
433Sport
Í gær

Lofaði vini sínum Range Rover bifreið ef þetta myndi gerast – ,,Rúðurnar brotnar og hurðin var ónýt“

Lofaði vini sínum Range Rover bifreið ef þetta myndi gerast – ,,Rúðurnar brotnar og hurðin var ónýt“
433Sport
Í gær

Albert fær ekki að spila með Pogba

Albert fær ekki að spila með Pogba
433Sport
Í gær

Ten Hag efstur á blaði í starf sem losnaði á mánudag

Ten Hag efstur á blaði í starf sem losnaði á mánudag
433Sport
Í gær

Viðbrögð Arne Slot við dramatísku jöfnunarmarki Everton vekja athygli

Viðbrögð Arne Slot við dramatísku jöfnunarmarki Everton vekja athygli