Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur staðfest það að Ronald Araujo sé alls ekki á förum frá félaginu.
Araujo hefur oft verið orðaður við önnur félög í Evrópu en hann hefur undanfarin sex ár spilað með spænska félaginu.
Flick tjáði sig eftir 5-1 sigur á Real Betis í spænska bikarnum í gær og útilokar það að leikmaðurinn sé á förum.
,,Ronald Araujo? Ég hef aldrei efast um hans framtíð. Ég er svo ánægður með að hafa hann hér með okkur,“ sagði Flick.
,,Þið hafið séð hvernig stuðningsmennirnir fögnuðu Ronald í kvöld. Hann gefur okkur eitthvað sérstakt.“