Real Madrid mun ekki reyna áfram við það að fá Trent Alexander-Arnold í þessum mánuði samkvæmt miðlum á Spáni.
Samningur Trent við Liverpool er að renna út eftir tímabilið og er hann sterklega orðaður við spænska stórliðið. Fer hann líklega þangað á frjálsri sölu í sumar.
Real Madrid bauð hins vegar 20 milljónir evra í Trent, með það fyrir augum að fá hann strax nú í janúarglugganum. Liverpool hafnaði því.
Real Madrid ætlar nú að treysta á að Trent komi frítt til félagsins í sumar, hann skrifi ekki undir nýjan samning á Anfield.
Samkvæmt fréttum hefur Trent ekki og mun ekki reyna að koma sér burt frá Liverpool í þessum mánuði. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í baráttu á öllum vígstöðvum.