Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og er HM karla í handbolta í fyrirrúmi.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar að þessu sinni.
Það er hitað vel upp fyrir HM í handbolta, þar sem Ísland hefur leik á morgun gegn Grænhöfðaeyjum. Kúba og Slóvenía eru einnig í riðli Íslands.
Þá er að sjálfsögðu rætt um landsliðsþjálfara mál, en Arnar Gunnlaugsson er að öllum líkindum að taka við karlalandsliðinu. Þá var Freyr Alexandersson einnig að landa stóru starfi, hjá Brann í Noregi.
Þetta og fleira í þættinum, sem má horfa á í spilaranum eða hlusta í helstu hlaðvarpsveitum.