Ben White, leikmaður Arsenal, á von á sínu fyrsta barni ásamt eiginkonu sinni Milly en hann hefur staðfest fréttirnar.
Milly og Ben birtu færslu í sameiningu á Instagram þar sem þau sögðu frá fréttunum.
Parið hóf samband sitt árið 2022 og aðeins ári seinna gengu þau í það heilaga sem vakti nokkra athygli.
Nú er parið að stofna sína eigin fjölskyldu en þau eiga einnig saman einn hund.
White hefur sjálfur lítið spilað vegna meiðsla á tímabilinu en vonast til að komast í gang síðar í vetur.