fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“

433
Þriðjudaginn 30. september 2025 18:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotthvarf Davíðs Smára Lamude frá Vestra hefur verið á allra vörum í dag. Var hann að sjálfsögðu til umræðu í hlaðvarpinu Dr. Football.

Davíð var að eigin sögn látinn fara, rúmum mánuði eftir að hafa gert Vestra að bikarmeisturum í fyrsta sinn. Gengi liðsins hafði dalað mikið síðan og er liðið í hörkufallbaráttu þegar þrír leikir eru eftir.

„Þetta er fljótt að breytast í fótbolta en þetta er líka það sem maður elskar við hann, hvað hann er brútal. Eins og þegar Claudio Ranieri var rekinn frá Leicester, mann langaði að fara og hitta einhvern þarna og spyrja hvað væri að, eruði hálfvitar?“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Ranieri var einmitt rekinn frá Leicester nokkrum mánuðum eftir að hafa gert liðið að Englandsmeistara.

Ragnar Bragi Sveinsson hreinlega botnar ekki í því ef Vestri ákvað einfaldlega að láta Davíð fara.

„Mér finnst ótrúlegt að hann hafi verið látinn fara. Ég bara trúi ekki að hann hafi ekki átt neinn þátt í því að fara. Hann á að vera með lyklana að öllu þarna. Hann gerði þá að bikarmeisturum, vitiði hvað er búið að vera mikið af þjálfurum sem hafa farið þarna og ekki unnið neitt?“ sagði hann í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot